Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: L. Pichon

Ekki lesa ef þú ert…

1. Dalla, fúla systir mín
2. Markús, bekkjarbróðir minn (og bjáni)
3. Vilborg kennari, sem er með yfirvaraskegg (furðulegt)

Ég er Tommi Teits. Þegar Kennarinn er ekki að STARA á mig finnst mér gaman að teikna og skipuleggja hvernig ég get hrekkt Döllu systur. Ég er snillingur í að falsa bréf frá foreldrum mínum til skólans og hef þannig komist úr mörgum klípum. Þrátt fyrir að ég sé í hljómsveit með Daða, besta vini mínum, lætur Embla eins og hún sjái mig ekki. Það er óþolandi!

Sögurnar um Tomma Teits njóta mikilla vinsælda víða um heim og hafa verið þýddar á 28 tungumál. Gerður Kristný íslenskaði.

Handhafi Roald Dahl verðlaunanna 2011

* * * *
„Ég er lesblind og þetta er fyrsta þykka bókin sem ég nenni að klára alveg. Sem þýðir að bókin er frábær. Stundum las ég nokkrar blaðsíður áður en ég borðaði morgunmat … Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið og mér finnst að hún ætti að vera fræg því hún er svo fyndin.“
Ugla Arnarsdóttir, 9. ára / Fréttatíminn

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 2 klukkustundir og 47 mínútur að lengd. Almar Blær Sigurjónsson les.