Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigursteinn Másson

Undir köldu tungli er sönn saga; sár og átakanleg frásögn ungrar konu sem segir hér frá undir dulnefninu Karólína. Hún dregur fram í dagsljósið dökka hlið á íslenskum veruleika sem flestum er framandi en alla varðar um.

Karólína elst upp í skugga geðveiki móður sinnar sem hvílir þungt á heimilinu. Móðirin beitir dóttur sína sjúklegu ofbeldi, líkamlegu jafnt sem andlegu, sem skilur eftir djúp sár. Þegar unglingsárunum lýkur tekur við myrkur kafli í lífi Karólínu uns hún nær að losna undan oki minninganna og hleypa ástinni og voninni inn í líf sitt. Um leið og fylgst er með stormasamri æsku Karólínu til fullorðinsára er tregaþrungin saga móðurinnar sögð, konunnar sem gerði líf dóttur sinnar óbærilegt.

Höfundur bókarinnar, Sigursteinn Másson, er landskunnur fréttamaður og dagskrárgerðarmaður. Hann hefur mikið starfað að málefnum geðsjúkra og er formaður Geðhjálpar.