Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Anna Valdimarsdóttir

„Hví skyldu konur ekki brosa? Úlfabrosum?“ spyr Anna Valdimarsdóttir í þessari nýstárlegu ljóðabók.

Úlfabros lýsir sársaukafullri reynslu konu þegar ástarhöllin hrynur fyrir atlögu svika og óhreinlyndis. Ljóðin lýsa vonbrigðum, reiði og djúpstæðum sársauka. En skáldið lætur ekki þar við sitja. Ljóð Önnu fjalla ekki síður um baráttuna, sáttina og loks sigurgöngu konunnar sem tekur á móti nýjum, útréttum höndum, nýrri ást.

Ljóðin eru opin og auðskilin enda gefur viðfangsefnið ekki tilefni til annars en koma hreint fram, draga frá öllum gluggum og kalla út: „Hér er ég; ef þið viljið getið þið tekið þátt í reynslu minni; hún er líklega ekki ósvipuð reynslu ykkar.“

Margir, ekki síst konur, munu gera þessi ljóð að vinum sínum og vegvísum á leiðinni til aukins þroska og skilnings. Lokaniðurstaðan er bjartsýn, óður til frelsis og ástar.

2.430 kr.
Afhending