Somer hefur öðlast allt sem hana dreymdi um – hún er nýgift og starfar sem læknir í San Francisco – þegar henni verður ljóst að hún mun aldrei geta eignast börn. Um líkt leyti á Kavita, fátæk móðir á Indlandi, einskis annars úrkosti en að gefa frá sér nýfædda dóttur sína til að bjarga lífi hennar. Þessi ákvörðun á eftir að ásækja hana það sem hún á eftir ólifað og hafa keðjuverkandi áhrif sem ná yfir hálfan hnöttinn og heim aftur.
Týnda dóttirin er áleitin lesning sem lætur engan ósnortinn, saga sem hverfist um það hvernig ákvarðanir okkar og aðstæður hafa djúpstæð áhrif á líf okkar, og ævarandi mátt ástarinnar í sínum margvíslegu myndum.
Uggi Jónsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 51 mínútur að lengd. Berglind Alda Ástþórsdóttir les.