Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Marina Lewycka

Í enskri sveitasælu í Kent standa tveir húsvagnar og hýsa jarðarberjatínslufólkið sem vinnur hörðum höndum á ökrunum: annar fyrir konur og hinn fyrir karla. Verkafólkið er allt innflytjendur og kemur úr ýmsum áttum: frá Úkraínu, Póllandi, Kína og Malaví, og erindi þess til Englands eru misjöfn rétt eins og hugmyndirnar um land og þjóð.

Tveir húsvagnar er stórskemmtileg bók, huguð, hjartnæm og ærslafull, rétt eins og verðlaunabókin Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir sama höfund, sem naut mikilla vinsælda hér á landi og víða um heim. Marina Lewycka er af úkraínskum ættum, fædd í flóttamannabúðum í Þýskalandi en ólst upp í Englandi og býr þar.

„Sama óborganlega kímnin og einkenndi Stutt ágrip traktorsins á úkraínsku einkennir þessa bók. Þetta er góð skemmtun og holl innsýn í líf þeirra sem vinna skítverkin fyrir Vesturlandabúa.“
Hún / Hann

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.

Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 1 mínúta að lengd. Álfrún Helga Örnólfsdóttir les.