Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir

Sorg og sár missir, ástin, einsemdin og vináttan eru viðfangsefni þessara ljóða. Sterkum og margvíslegum tilfinningum er hér af listfengi snúið í áhrifamikil ljóð.

Bókin skiptist í þrjá kafla. Í þeim fyrsta birtist okkur í ímyndaðri dagbók sjálf Látra-Björg, ákvæðaskáldið og kvenhetjan frá 18. öld sem hélt ótrauð og ein sína slóð.

Í næsta kafla eru formæður og fyrirmyndir hylltar og eftirminnilegum myndum brugðið upp af innri og ytri hamförum.

Þriðji kaflinn geymir svo aðra skáldskapardagbók, en í þetta sinn stendur nútímaskáldkona á krossgötum í margvíslegum skilningi og þarf að endurmeta líf sitt.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir hefur vakið athygli fyrir skemmtileg og persónuleg efnistök allt frá því að fyrsta bók hennar, Fjallvegir í Reykjavík, kom út árið 2007. Tungusól og nokkrir dagar í maí er sjötta bók hennar.

3.920 kr.
Afhending