Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Jacqueline Wilson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir


Tracy Beaker er komin aftur! Og nú vill hún fá hlutverk í jólaleikritinu. Það á að setja upp Jóladraum og um tíma óttast Tracy að hún fái ekki einu sinni að leika einn af asnalegu draugunum sem þar koma við sögu en á endanum er henni treyst fyrir aðalhlutverkinu – sjálfum Ebenezer Scrooge. En getur hún leikið þetta geðstirða gamalmenni án þess að missa stjórn á skapi sínu? Og það sem meira er: Verður kvikmyndastjarnan mamma hennar meðal áhorfenda?

Jacqueline Wilson hefur heillað lesendur um allan heim með sögum sínum sem eru í senn skemmtilegar og innihaldsríkar. Stelpur í strákaleit og framhaldsbækur hennar nutu gífurlegra vinsælda hér á landi en sögurnar um hina skapstóru Tracy Beaker hafa ekki síður slegið í gegn í Bretlandi og eftir þeim hafa verið gerðir vinsælir sjónvarpsþættir.

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi.