Flokkar:
Höfundur: Bergur Ebbi
Í ljóðabókinni Tími hnyttninnar er liðinn er að finna erindi til okkar tíma, skilaboð sem eru í senn bjartsýn, ísmeygileg og fjörug – en algjörlega laus við hnyttni.
Ljóðunum er ætlað að faðma í stað þess að slá út af laginu, hugga í stað þess að espa og minna á það sem sameinar frekar en það sem sundrar. Með bókinni fylgir ennfremur upplestur á ljóðunum sem hægt er að hlaða niður ellegar hlusta á á netinu.
Handritið fékk Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs.
Ég er of þreyttur til að ganga um gólf
of eirðarlaus til að standa kyrr
í of miklu uppnámi til að sitja
af sömu ástæðu get ég ekki legið.
Tökum örstutta stund til að melta þetta.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun