Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hallgrímur Helgason

Sólin kemur upp um síðir
og varpar ljósi á fannbarin fjöll

Bræðingarmáttur 0,0017

Eða örlítið minni en vasaljóss
sem beint er í opinn frysti

Hallgrímur Helgason er þekktur fyrir skáldsögur sínar, myndverk og margt fleira. Fyrir aldamót kom út eftir hann kvæðasafnið Ljóðmæli 1978–1998, en hér gefur að líta fyrstu ljóðabók hans, fyrstu óbundnu ljóðin sem hann birtir á bók. Þau kviknuðu öll á göngu- og fótaferðum hans með tíkinni Lukku (f. 2013). Hallgrímur er búsettur í 104 Reykjavík og 630 Hrísey.

4.040 kr.
Afhending