Höfundur: Guillermo Martínez
Á sólríkum sumardegi finnst öldruð kona myrt á heimili sínu í Oxford. Stærðfræðingurinn Arthur Seldom kemur fyrstur á morðstað eftir að honum hafa borist torskilin nafnlaus skilaboð. Í kjölfarið eru fleiri myrtir en ekkert virðist tengja þessi morð annað en torræð skilaboð sem berast til Arthurs Seldom í stærðfræðideild háskólans í sama mund og fórnarlömbin finnast. Hann lítur svo á að lykillinn að lausn morðgátunnar sé ákveðin samsvörun milli stærðfræðikenningar og táknanna í skilaboðunum sem hafa borist honum. Nú þarf Arthur að beita stærðfræðikunnáttu sinni til að leysa gátuna áður en morðinginn lætur til skarar skríða enn á ný.