Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Han Kang

Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir ,,ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún meðal annars hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sigurför um heiminn.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2017 og hlaut mikið lof. Meðal annars völdu bóksalar hana sem bestu þýddu skáldsögu ársins. Han Kang var gestur á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sama ár. Grænmetisætan er endurútgefin í tilefni af Nóbelsverðlaununum.

Yeong-Hye og eiginmaður hennar lifa afar venjulegu lífi. Hann vinnur á skrifstofu en hún sinnir húsmóðurhlutverkinu af skyldu fremur en áhuga.

Dag einn ákveður hún að gerast grænmetisæta. ,,Mig var að dreyma,“ er eina skýringin sem hún gefur – í samfélagi þar sem það er bæði hneyksli og skammarlegt að borða ekki kjöt.

Ingunn Snædal þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun