Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðrún G. Bergmann

Í Konur geta breytt heiminum fjallar Guðrún um þau gífurlegu áhrif sem konur geta haft á umhverfið og samfélagið, með því að beina innkaupum sínum og lífsmáta inn á grænni brautir. Samstöðu kvenna og góð gildi fær fátt stöðvað!

Bókin er bæði aðgengileg og skemmtileg, henni er skipt í 11 stutta kafla með fróðleik og fagurgrænum ráðum, meðal annars fyrir heilsuna og útlitið, heimilið, fjölskylduna, vinnuumhverfið, garðinn og ferðalög. Oft er þarf bara að breyta hugsunarhættinum örlítið til að sýna umhverfinu meiri virðingu, um leið stundum við hollari lífshætti, kaupum umhverfisvænni vörur og förum betur með ráðstöfunartekjurnar.