Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Stormarnir og stillan er áhrifamikil saga um réttlæti og trú, ást og missi, manndráp og fyrirgefningu – réttar og rangar ákvarðanir, sögð og ósögð orð.

Presturinn Monica og lögmaðurinn Beate, vinkonur á miðjumaldri, þurfa báðar í störfum sínum að aðstoða fólk sem hefur lent í ógöngum. Orð þeirra og athafnir hafa áhrif; þær hafa örlög annarra í hendi sér. Á sama hátt markast líf þeirra sjálfra af gjörðum skjólstæðinga, fjölskyldu, vina, fólks á förnum vegi – hver hreyfing, hvert orð, hefur áhrif í lífi næsta manns. En hvað ræður í raun lífshlaupi fólks og gæfu? Er það samferðafólkið, tilviljanir, Guð? Eða er hver sinnar gæfu smiður?

Skáldsögur Anne-Cathrine Riebnitzsky njóta mikilla vinsælda í Danmörku og hafa hlotið ýmsar viðurkenningar. Stormarnir og stillan er önnur bók hennar sem kemur út á íslensku, sú fyrri var verðlaunasagan Krakkaskrattar.

Ísak Harðarson þýddi.