Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Hrönn Reynisdóttir

„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

Kolfinna er átján ára stelpa sem býr á Eskifirði og finnst óheppnin elta sig. Þrátt fyrir það er afskaplega gaman að vera til – svona oftast nær.

Kolfinna segir ekki bara slysasögur af sjálfri sér heldur kemst hún að ýmsu um móður sína og nokkra aðra forfeður.

Bókin er sjálfstæð forsaga bókarinnar Ert‘ ekki að djóka, Kolfinna? sem kom út í fyrra. Nei, nú ert‘ að spauga, Kolfinna! er önnur bók Hrannar Reynisdóttur sem er búsett á Eskifirði eins og þær nöfnur.

1.030 kr.
Afhending