Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Rögnvaldur Finnbogason, Tryggvi Ólafsson

Að heilsa og kveðja eru síðustu ljóð séra Rögnvalds Finnbogasonar,  önnur tveggja ljóðabóka hans, og eru viðfangsefni hennar að mörgu leyti svipuð og í fyrri bókinni Hvar er land drauma. Íslensk náttúra og heimahagar bernskunnar eru höfundi hugleikinn og er myndmál hans tært, einfalt og heiðríkja er yfir líkingarmáli.  Sumarnótt undir jökli, kyrrir dagar , bernskuheimilið og íslenskt sumar eru meðal yrkisefna Rögnvalds en einnig ferðast hann með lesendur m.a. til Rússlands og Japans og sameinar tvo heima þegar aldraður prestur er staddur undir jökli á Íslandi með kínverskan flugdreka á lofti. Vangaveltur um trúna, auðmýkt gagnvart ólíkum hugmyndum um guðdóminn og gagnrýni á neyslumenningu og kapitalisma leiða í ljós heimspekilega lífsafstöðu höfundar og viðhorf hans til vanda nútímans. Í lok bókarinnar má finna fáein þýdd ljóð eftir rússnesk og kínversk ljóðskáld.

2.260 kr.
Afhending