Hinn eini sanni Gummi Ben lifir og hrærist í fótbolta.
Hér segir hann sína eigin sögu, velur besta landslið Íslands fyrr og síðar, kynnir okkur fyrir sterkustu leikmönnum heims, bæði konum og körlum, og rifjar upp æskuár snillinganna. Hann grúskar í ótal mörgu og finnur merkilegar og skrýtnar hliðar á öllu.
Hann veður úr einu í annað á stórskemmtilegan hátt í þessari litríku bók, alltaf heillaður, alltaf heillandi.