Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Bókin sem beðið hefur verið eftir. Nú hefur matgæðingurinn Tobba Marinós tekið saman vinsælustu uppskriftirnar úr hinum geysivinsælu Disney-matreiðslubókum og bætt við fjölda nýrra rétta.

Hér er að finna einfaldar uppskriftir að orkuríkum morgunmat, kraftmiklum kjötréttum, skemmtilegum fiskiréttum, girnilegum grænmetisréttum, sjóðheitum súpum, freistandi salötum, svo ekki sé minnst á gómsæt nesti og nasl.

Þessi bók hefur að geyma yfir 115 spennandi, hollar og gómsætar uppskriftir fyrir upprennandi matreiðslumenn. Allir geta fundi eitthvað við sitt hæfi.