Jack Reacher er oftast einn á ferð og enginn segir honum fyrir verkum. En þegar félagar úr hernum biðja um aðstoð eftir furðulegt banatilræði við Frakklandsforseta flýgur hann yfir hafið, og í París hefst leit að tilræðismanninum. Sem gæti mjög vel verið gamall kunningi. Eða reyndar fjandmaður. Og heimsins besta skytta.
París reynir á þolrifin og skotmaðurinn kemst undan. Í London er leiðtogafundur í uppsiglingu og allir á nálum þar sem leyniskytta gengur laus. Og þangað heldur Reacher — nú í fylgd Casey Nice, ungrar konu sem á að aðstoða hann. Eða líta eftir honum. Saman eru þau magnað teymi, en liðið sem þau eiga í höggi við er sannarlega ekkert að grínast.
Lee Child er meistari spennusögunnar og hefur skrifað fjölda geysivinsælla bóka um Reacher, harðjaxl allra harðjaxla. Uppgjör er sú ellefta sem kemur út á íslensku.
Björn Garðarsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 15 mínútur að lengd. Hinrik Ólafsson les.