Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gjafabókasería

Fá íslensk skáld ortu meira um ástina og á fjölbreyttari hátt en Davíð Stefánsson. Hann orti meira að segja um það hvernig þráin deyr í gráma hversdagsins – sem honum þótti sennilega það eina ófyrirgefanlega í ástum.

Í þessari útgáfu er fylgt þeirri tímaröð sem kvæðin birtust í – þau elstu eru fremst og þau yngstu sem Davíð orti roskinn maður eru aftast. Kommusetningu hefur verið hnikað örlítið en varfærnislega í átt til þess sem tíðkast nú á dögum en að öðru leyti hefur prentuðum útgáfum kvæðanna verið fylgt í einu og öllu.

Guðmundur Andri Thorsson skrifar inngang og valdi kvæðin í bókina ásamt Silju Aðalsteinsdóttur.