Það sem Búi finnur í garðinum virðist við fyrstu sýn bara vera ósköp venjuleg pilsnerflaska. En Búi sér eitthvað hreyfa sig ofan í henni og þó að hann hafi oft heyrt sögur um anda sem búa í flöskum trúir hann ekki sínum eigin augum þegar andi skýst út um stútinn á flöskunni hans.
Búi á líka bágt með að trúa því sem andinn segir – að hann sé kominn frá Landinu í fjarskanum til að sækja hann!
Elsku Míó minn er ein af vinsælustu bókum eftir Astrid Lindgren og kemur nú í 5. skiptið á íslensku. Heimir Pálsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Hljóðbókin er 3,5 klukkustundir að lengd. Hjalti Rúnar Jónsson leikari les.