Höfundur: Liza Marklund
Þegar undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í Stokkhólmi stendur sem hæst springur sprengja í stúku nýja Ólympíuleikvangsins. Ein valdamesta kona Svíþjóðar ferst í sprengingunni.
Á meðan umfangsmikil og áköf leit lögreglunnar að morðingjanum stendur yfir fer Annika Bengtzon, blaðamaður á Kvöldblaðinu, að rannsaka málið og uppgötvar óvæntar tengingar sem aðrir virðast ekki hafa komið auga á.
Þar með er lesandinn lagður af stað í æsispennandi för með þekktasta blaðamanni sænskra spennusagna.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 12 klukkustundir og 35 mínútur að lengd. Birna Pétursdóttir les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun