Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Thor Vilhjálmsson

Stórbók Thors Vilhjálmssonar frá 1997 er handhæg og aðgengileg bók til að kynna sér brot af miklu lífsstarfi þessa atkvæðamikla höfundar. Í henni eru tvær heilar skáldsögur, hin rómaða og verðlaunaða Grámosinn glóir (1986) og Óp bjöllunnar (1970) sem ekki er síðra meistaraverk. Um hana segir Ástráður Eysteinsson í grein um Thor á bokmenntir.is: „Skáldsagan er ofin úr misáþreifanlegum lífsþráðum persónanna, fantastísku hugarflugi jafnt sem sársaukafullum minningum og það er sem hin minnstu smáatriði geti breytt miklu, enda er ávallt spurning hvað telst smáatriði ef það hrindir af stað minningum, myndskynjun, eða einhverskonar hugsun, því eins og segir á einum stað: „Hugsunin myndbreytti sviðinu“ —“

Auk þess eru í stórbókinni 12 smásögur og þættir úr bókunum Maðurinn er alltaf einn, Dagar mannsins, Andlit í spegli dropans, Skuggar af skýjum og Regn á rykið.

3.580 kr.
Afhending