Höfundar: Francesca Simon, Tony Ross
Skúli er grallari af guðs náð og svo mikill óþekktarangi að hann er eiginlega hálfgerð plága. Foreldrar hans reyna vissulega að siða hann til – en án nokkurs árangurs. Skúla hefur þó hvarvetna tekist að sigra hug og hjörtu lesenda jafnt sem gagnrýnenda með stríðni sinni og strákapörum.
Fyrstu tvær bækurnar um Skúla skelfi komu út á síðasta ári og hlutu góðar viðtökur. – Óborganleg skemmtun fyrir krakka á aldrinum 5-9 ára.
Höfundur bókanna um Skúla skelfi er breski höfundurinn Francesca Simon en bækur hennar um þennan grallara hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim.