Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Í gamalli grískri morðsögu býr nútímaráðgáta.

Þegar ungur maður finnst látinn og illa útleikinn þykir enginn vafi leika á því að hann hafi orðið úlfum að bráð. En lærifaðir hans hefur grun um að annað og meira búi að baki þessum skelfilega dauðdaga og leitar á náðir „ráðgátumeistarans“ Heraklesar Pontórs. Hið sanna í málinu skal koma fram í dagsljósið.

Sögusviðið er Aþena til forna og þegar fleiri nemendur úr skóla Platóns falla í valinn með dularfullum hætti verður leitin að sannleikanum æ torsóttari.

Þýðandi verksins er gagntekinn af duldri merkingu textans og stendur hreint ekki á sama þegar tilteknar vísbendingar taka að beinast að honum sjálfum með stöðugt ógnvænlegri hætti.

Höfundurinn, José Carlos Somoza, hefur vakið óskipta athygli með þessari snjöllu og hörkuspennandi skáldsögu sem hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hann er fæddur á Kúbu 1959 en fluttist til Spánar árið 1960 og hefur búið þar síðan. Hann er geðlæknir að mennt og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín.

Bókin hlaut virtustu glæpasagnaverðlaun heims árið 2002: Gullna rýtinginn.

Hermann Stefánsson þýddi úr spænsku.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun