Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Björn Jón Bragason

Lífið í lit er nýstárleg bók sem lýsir miklum átökum að tjaldabaki í íslensku viðskiptalífi, en er líka fjölskyldusaga, saga af farsælum viðskiptum þriggja kynslóða í 117 ár.

Hér segir Helgi Magnússon sögu sína, en hann hefur á síðari árum verið umfangsmikill þátttakandi í viðskiptum á Íslandi. Þá er Hafskipsmálið rakið í bókinni en Helgi var löggiltur endurskoðandi félagsins. Einnig er fjallað um átökin Í Íslandsbanka á árunum fyrir Hrun og um uppgjörið við Sjálfstæðisflokkinn í kringum stofnun Viðreisnar. Bókina prýða hátt í 500 myndir.

Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur, skráir endurminningar Helga.