Flokkar:
Höfundur: Eyþór Árnason
Skepnur eru vitlausar í þetta er fimmta ljóðabók Eyþórs Árnasonar.
Hamingjudagur er fyrsta ljóð bókarinnar:
Stundum vakna ég hamingjusamur
fullur af krafti
tel dúkatana í skjóðunni
kaupi gaslampa, tvo dróna
og slæ blettinn
Raka saman tíðindum
saxa í föng og
hleð upp lítinn bólstur
strengi striga yfir
sting upp góðan hnaus og
skelli ofan á svo vetrarforðinn
fjúki ekki út í buskann
Forðagæslumaðurinn
verður glaður