Höfundur: Bogi Ingimarsson
Orsakir flestra sjúkdóma tengjast frumulöskun á einn eða annan hátt. Í þessari bók er fjallað um helstu gerðir frumulöskunar og viðbrögð frumna við álagi. Algengustu orsakir sjúkdóma í mönnum fá nokkra umfjöllun, t.d. umhverfissjúkdómar, sýkingar, erfðaveilur og æxlisvöxtur. Þá er allítarleg umfjöllun um algengustu sjúkdóma í hverju líffærakerfi fyrir sig, orsakir þeirra og helstu sjúkdómseinkunnum lýst.
Efnisumfjöllunin er studd línuritum, myndum og töflum til að auðvelda nemendum skilning. Bókin er hugsuð sem kennsluefni fyrir nemendur á heilbrigðisbrautum framhaldsskóla og aðra þá er hyggja á æðra nám í líffræði mannsins.