Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Steinunn María Halldórsdóttir

Það var niðdimm nóvembernótt:

Lágvær hvinur um loftið fór

er ellefu nornir flugu í kór

…saman þær króuðu Elvíru af

og kipptu fast í pilsins laf.

Sagan af Víólu, Sæsu og illskeyttunorninni Elvíru er sannkallað ævintýri, utan tíma og rúms eins og ævintýri eiga að vera. Hér koma saman allskyns furðuverur, nornir, sjávarbúar og skógarbúar, góðar verur og vondar, en flestar nokkuð klárar. Einnig leika skór stórt hlutverk.

Steinunn María Halldórsdóttir (1977-2019) fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún lauk prófi í þýsku frá HÍ og tölvunarfræði frá HR. Á árunum 2011-2014 stundaði hún nám í ritlist og þýðingarfræðum við Háskóla Íslands. Á þeim tíma varð til Sagan af Víólu, Sæsa og illskeyttu norninni Elvíru sem hér kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir.