Höfundur: Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og næringarþerapisti. Í yfir tuttugu ár hefur hún rannsakað mataræði og nútímalífsstíl og sérhæft sig í fræðum sem fyrirbyggja ótímabæra öldrun. Safaríkt líf er fjórða bók Þorbjargar á íslensku en þær fyrri hafa náð miklum vinsældum, bæði erlendis og hér heima.
Safaríkt líf gefur þér frábærar hugmyndir að innihaldsríkum morgunmat eða bragðgóðri millimáltíð. Nóg er líka af grænum drykkjum sem styrkja ónæmiskerfið og auka brennslu.