Flokkar:
Höfundur: Bragi Ólafsson
Bragi Ólafsson laðar, ögrar og hrífur í nýjum ljóðum með auðþekkjanlegum brag og húmor. Ljóðum sem hylla skáldskapinn og tónlistina og fagna hverju nýju andartaki – en þar sem dauðinn er þó sínálægur, lævís og snöggur upp á lagið.
… þetta var daginn sem heimurinn faldi sig
fyrir fjölmiðlum sínum:
þegar hann neitaði að láta benda á sig
og bað um að ljósinu
yrði beint eitthvað annað.
Í heilan dag voru einu fréttirnar
ferðalag skýjanna á himninum.
Það er þess vegna sem ég kannast við þau.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun