Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Salla Simukka

Einhver hefur þvegið gríðarlegt magn af seðlum og hengt þá til þerris í myrkraherbergi skólans. Í loftinu er þefur af gömlu blóði.

Mjallhvít Andersson hefur ávallt forðast að skipta sér af hlutum sem koma henni ekki við og sneitt hjá vinsælustu klíku skólans, yfirstéttarpíunni Elísu og töffurunum Kasper og Tuukka. Eftir áralangt einelti treystir Mjallhvít engum nema sjálfri sér. Áður en hún veit af er hún samt lent ásamt þríeykinu í hringiðu atburða sem tengjast alþjóðlegum eiturlyfjahring og á fótum fjör að launa undan kaldrifjuðum glæpamönnum. Yfir öllu ríkir kaldasti vetur í áraraðir og frostið heldur fólki í heljargreipum.

Salla Simukka (f. 1981) er geysivinsæll finnskur unglingabókahöfundur. Rauð sem blóð er fyrsta bókin í spennandi þríleik um Mjallhvíti Andersson en útgáfurétturinn hefur verið seldur til 43 landa.

Erla E. Völudóttir þýddi.

* * * 1/2
„Kuldaleg spenna … kraftmikil unglingabók. Söguhetjan er Mjallhvít Anderson, einskonar finnsk útgáfa af ofurtöffaranum Lisbeth Salander, en ekki eins geggjuð, enn sem komið er að minnsta kosti … Mjallhvít er líka persóna sem maður vill gjarnan hitta aftur og kynnast betur …“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið

„Rauð sem blóð er fyrsta bókin í þríleik og ég ætla rétt að vona að hinar tvær komi út á íslensku í kjölfarið. Erla E. Völudóttir þýðir bókina úr finnsku yfir á sérlega fína íslensku og ég held að allir sem hafa gaman af að lesa unglingaspennusögur hljóti að kunna að meta þessa bók.“
Þórdís Gísladóttir/Druslubækur og doðrantar

4.610 kr.
Afhending