Flokkar:
Höfundur: Úlfar Þormóðsson
Rauð mold er söguleg skáldsaga, sjálfstætt framhald af Hrapandi jörð sem fjallar um Tyrkjaránið.
Í Rauðri mold er lýst lífsbaráttu Íslendinganna í Barbaríinu; persónurnar heyja harða baráttu við andsnúin yfirvöld, veita lífi sínu í nýjan og ókunnan farveg og kljást við ágenga heimþrá.
Samhliða meginfrásögn bókarinnar eru raktar ævintýralegar örlagasögur sem fléttast listilega saman við sögþráðinn og mynda sterka heild sem er í senn spennandi, fróðleg og sveipuð suðrænni dulúð.