Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: DBC Pierre

Bókin segir annars vegar frá síamstvíburunum Blair og Bunny Heath sem nýlega hafa verið aðskildir 33 ára að aldri. Fyrir þeim opnast algerlega nýr heimur, þeir höfðu alist upp á ríkisrekinni stofnun í Norður-Englandi en eru nú komnir til London. Viðbrögð þeirra eru ólík, Blair vill ólmur kynna sér alla möguleika hins opna markaðssamfélags, ekki síst fjölbreytta kynlífsþjónustuna, en Bunny vill helst af öllu snúa aftur á hælið þar sem hann er öruggur.

Hins vegar er sögð saga hinnar fögru Lúdmílu sem þráir heitast að komast burt úr stríðshrjáðum heimkynnum sínum í Kákasus til hins opna vesturs. Báðir þessir söguþræðir varpa ljósi á galla hins vestræna samfélags, markaðshyggjuna sem skapar falska frelsiskennd, einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem gerði reyndar aðskilnað tvíburanna að veruleika en útilokar þá sem verst eru staddir, hnattvæðinguna og öll þau innlimunar- og útilokunarkerfi sem hún stendur fyrir og er kannski endurspegluð í tungumáli sögunnar.