Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Ásta Arnardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir

Öræfin við Snæfell voru fram til ársins 2001 stærsta ósnortna víðerni Vestur-Evrópu. Þetta er víðáttumikið göngusvæði á hálendinu og einstakt á heimsmælikvarða vegna gróðursældar, dýralífs og nálægðar við jökul. Tilgangur göngukortsins er að vekja athygli á frábæru göngusvæði og auðvelda fólki aðgang að einstökum náttúruperlum, en stór hluti landssvæðsins mun hverfa undir vatn í nánustu framtíð. Á kortinu koma fram gönguleiðir um svæðið, örnefni og margvíslegar upplýsingar um þetta stórbrotna landssvæði.

Kortið er í mælikvarðanum 1:100 000 og eru helstu gönguleiðir merktar með GPS punktum og lýsingum á leiðum ásamt fróðleik um jarðfræði, sögu, gróður og dýralíf.

Margir komu að gerð göngukortsins til að gera það sem best úr garði þar sem einnig var hugað að þeim menningarverðmætum sem felast í örnefnum. En yfir 100 örnefni, sem mörg hver hafa ekki verið skráð áður, voru fengin hjá heimafólki sem þekkir vel til á öræfunum.

1.130 kr.
Afhending