Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jo Nesbø

Kona finnst látin í íbúð sinni í Osló eftir að hafa átt stefnumót á bar. Líkið er blóðlaust og á hálsinum eru bitför. Fleiri dýrsleg morð fylgja í kjölfarið … Eru vampírur farnar að nota Tinder? Eða er hvasstenntur raðmorðingi kominn á kreik?

Lögreglan er ráðþrota og aðeins einn maður getur komið til hjálpar: Harry Hole, sem er sestur í helgan stein og kennir við Lögregluháskólann. Hann er tregur til en þegar draugar fortíðarinnar skjóta upp kollinum og ástvinum hans er ógnað grípur hann til sinna ráða og spennan verður óbærileg.

Þorsti er ellefta sagan um lögreglumanninn Harry Hole og hefur sannarlega slegið í gegn – margir telja hana eina bestu bókina um kappann. Spennumeistarinn Jo Nesbø bregst ekki frekar en fyrri daginn; bækur hans hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka um heim allan.

Halla Kjartansdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 21 klukkustundir og 7 mínútur að lengd. Orri Huginn Ágústsson les.