Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Nanna Rögnvaldardóttir, Sigurður G. Tómasson

Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.

Í þessu bindi segir frá árunum 1981–1985. Meðal fréttaefnis má nefna ákafa verðbólgu, verkfallsátök, kvennaframboð og umrót í stjórnmálum og efnahagslífi. Íslendingar eignuðust líka alheimsfegurðardrottningu og sterkasta mann heims, kvikmyndagerð blómstraði og pönkið lét til sín taka svo nokkuð sé nefnt.

Nanna Rögnvaldardóttir og Sigurður G. Tómasson skráðu.