Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson

Hann var með hausinn fullan af ótal hlutum og gat ekki munað eftir því að muna eftir öllu. Ég vissi ekki þá hvað það táknaði fyrir hann að vera með alla þessa hluti í hausnum …

Thor Vilhjálmsson var einn helsti rithöfundur landsins og þjóðkunnur sem einarður málsvari lista, menningar og mannúðar. Hann var líka óhemju svipsterkur og sópaði að sér athygli hvarvetna með öllu sínu fasi.

Sonur hans, Guðmundur Andri, hefur valið ljósmyndir úr fórum Thors til þess að minnast hans. Af næmi og listfengi dregur hann upp einstæða mynd af skapmiklum og flóknum manni sem oft átti í útistöðum við umhverfi sitt, en var jafnframt hlýr húmanisti sem lagði allt í sölurnar fyrir listina. Einlæg lýsing Guðmundar Andra á Thor og sambandi þeirra feðga er hjartnæm og minnisstæð.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 5 klukkustundir og 9 mínútur að lengd. Höfundur les.