Landnámsmenn sem komu til Íslands á 9. og 10. Öld höfðu ekki aðeins með sér fólk og fénað þegar þeir settust hér að heldur líka ótal sögur, meðal annars af guðunum sem þeir trúðu á. Þessir guðir þurftu nú að standa sig í nýju landi þar sem aðstæður voru um margt gerólíkar fyrri heimkynnum. Sumir fengu nýtt hlutverk, aðrir týndust af því að ekkert var fyrir þá að gera.
Í þessari bók segir Heimir Pálsson bókmenntafræðingur frá heiðinni trú eins og hún var iðkuð og rekur örlög guðanna á Íslandi. Í seinni hluta bókarinnar endursegir Böðvar Guðmundsson rithöfundur allar norrænar goðsögur sem kunnar eru.
Aðgengilegur fróðleikur um forn trúarbrögð Íslendinga helst hér í hendur við líflegar og skemmtilegar sögur af guðum sem gátu verið fjarska mannlegir þrátt fyrir yfir- náttúrulega krafta.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun