Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Emelie Schepp

Hversu langt er maður tilbúin að ganga til að verja sig og sína nánustu?

Snemma morguns einn dag í apríl birtist myndskeið af ungum manni á YouTube. Hann er bundinn við stól og með sprengjubelti spennt um sig. Lögreglunni í Norrköping tekst að finna hvar hann er niðurkomin en nær ekki til hans áður en sprengjan springur. Þessi ungi maður er fjórði meðlimur glæpagengis sem er myrtur á skömmum tíma. Mia Bolander rannsóknarlögreglumaður fær málið til rannsóknar ásamt nýjum félaga, Patrik Wiking. Fólk óttast hefnd glæpagengisins og enginn vill segja neitt. Jana Berzelius saksóknari dregst inn í rannsókn málsins enda á hún illu heilli hlut að máli. Hlutverk hennar sem saksóknari er að leita sannleikans en nú þarf hún að með öllum tiltækum ráðum að leyna honum.

Níu líf er sjötta bókin um Jönu Berzelius. Hljóðbókargerð sögunnar hlaut Storytel-verðlaunin í Svíþjóð 2021 sem besta glæpasagan.

4.150 kr.
Afhending