Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Gyrðir Elíasson

„Ég segi ekkert. Það eru engar draumsólir lengur. Enginn maskínupappír, engin lognvær tjörn, enginn íkorni. Ég rís hægt á fætur meðan Björg og Ágúst horfa á mig. Ég lít út um gluggann. Fjöllin eru undir þokuhjúpi. Síðan verður mér litið á klukkuna. Það er greinilega að koma kvöldmatur. Lyktin af viðbrenndum fiskbúðingi berst úr eldhúsinu inn í stofuna.“

Drengurinn Sigmar býr í sveitinni hjá Ágústi og Björgu, barnlausum hjónum á miðjum aldri, og með honum bærast undarlegar kenndir. Einn daginn grípur hann tréíkornann sem hann hefur tálgað: „Ég held fast um íkornann og finn lífið í mér færast í hann og svo rennum við saman. Það brestur í kvistum. Ég er kominn inn í skóginn, ég heyri fuglatíst. Ég er aftur orðinn að íkorna.“

Næturluktin er sjálfstætt framhald fyrstu skáldsögu Gyrðis, Gangandi íkorna, sem kom út 1987, og vakti mikla athygli. Fyrir síðustu bók sína, Gula húsið, hlaut Gyrðir bæði Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2001.

4.150 kr.
Afhending