Flokkar:
Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari (1875–1950) varð nafnkunnur af þremur sögulegum Grænlandsleiðöngrum. Tvívegis var hann fylgdarmaður landkönnuða sem notuðu íslenska hesta á ferðum sínum um Grænlandsjökul.
Í leiðangrinum 1912–1913 var farið þvert yfir Grænland og veturseta höfð á jökli. Komust leiðangursmenn naumlega lífs af úr þeirri svaðilför. Hinum síðari, 1930–1931, stýrði Alfreð Wegner, höfundur landrekikenningarinnar. Sjálfur stóð Vigfús fyrir Gottuleiðangrinum 1929 sem farinn var til að fanga á Grænlandi vísi að íslenskum sauðnutastofni.
Dóttursonur Grænlandsfarans og nafni, Vigfús Geirdal sagnfræðingur, bjó til útgáfu dagbækur afa síns úr Grænlandsferðunum þremur og önnur gögn þeim tengd.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun