Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Salbjörg Hotz

Tónsnillingar, söngkonur, einleikarar og glæstir tónlistarflytjendur eru aðalpersónurnar í augnabliksmyndum teiknipennans. Skopteikningarnar draga upp litríkar tónæfingar og fjörugar konsertuppákomur.

Virðulegir áheyrendur leggja við eyrun, oftast í einlægni og hrifningu, en stundum uppteknir af öðrum hlutum. Tónlistarheitin húmoreska, noktúrna og elegía fá nýja túlkun í teikningunum, flutningur á fortissimo verður fremur hávær og í neyð lendir glataða innkoman í því að verða spunnin.

Salbjörg Hotz er tónlistarflytjandi að mennt og í starfi og hefur hún verið sjálfstætt starfandi við tónsmíðar, píanóleik og skopteikningar í Sviss um árabil. Hún stundaði píanónám á Ísafirði og í Reykjavík og síðan framhaldsnám í tónlist í Vínarborg í Austurríki, þar sem hún nam jafnframt skopmyndateikningu við Listalýðháskólann í Vínarborg.

Í bók hennar, Ómstríðir tónar, er birt samansafn eldri og nýrri skopteikninga, sem tengjast tónlist og tónlistarunnendum.