Þessi bók er ætluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem það er á heimili eða í skóla. Hún er ætluð bæði þeim sem er trúað fyrir börnum og unglingum sem syrgja sem og þeim sem vilja búa sig undir að ræða við þau um dauðann.
Spurningar barna um dauðann eru oft þær sömu og við fullorðna fólkið erum að glíma við, þótt skilningur þeirra sé annar.
Þegar fullorðna fókið verður öryggislaust og hikandi frammi fyrir áleitnum og einlægum spurningum barna um dauðann og frammi fyrir sorg þeirra, kann það fyrst og fremst að endurspegla okkar eigin ótta og hálparleysi. Ef til vill höfum við sjálf hlíft okkur við það að glíma við þessa áleitnu og mikilvægu spurningar eftir að við komumst til vits og ára.
Það er því mikilvægt fyrir þá sem annast börn að skoða eigin huga, rifja upp eigin reynslu, gera sér grein fyrir tilfinningum og afstöðu sinni til dauðans.