Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Stella Blómkvist

DJÖFULS PRUMPHANAR!

Stella Blómkvist slær ekki slöku við. Að þessu sinni tekst hún á við raðnauðgara í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks, óvægna aðför að sómamanni úr flokki prúðupilta og garfar í máli konu sem var ranglega dæmd fyrir morðtilraun á þokkafullum einkaþjálfara.

Síðan er það auðvitað þetta lík sem hún fann í Snorralaug með öxi í brjóstinu – sem hefur greinilega ekki legið þar síðan á Sturlungaöld. En erfiðasta málið bíður hennar þó heimafyrir.

Morðið í Snorralaug er tíunda bókin um stjörnulögmanninn og háskakvendið Stellu Blómkvist sem geysist leðurklædd um á silfurfáki og tekur bæði harðsnúnustu bófa og kerfiskalla í nefið.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 9 klukkustundir og 3 mínútur að lengd. Aníta Briem les.