Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Stella Blómkvist

Þegar miðill leitar til Stellu með morðgátu úr framtíðinni afgreiðir hún hann sem loddara. Henni er því brugðið þegar kvótakóngurinn Grímúlfur finnst myrtur í Gróttu, við aðstæður sem minna óhugnanlega á lýsingar miðilsins.

Ráðgáturnar hrannast upp og Stella þarf að taka á honum stóra sínum til að vera skrefi á undan kaldrifjuðum glæpamönnum og prúðupiltunum í lögreglunni. Andstæðingar hennar svífast einskis til að koma höggi á hina kjaftforu og harðsoðnu Stellu. Við tekur vægðarlaus barátta upp á líf og dauða.

Morðið í Gróttu er níunda bókin um lögfræðinginn, nautnasegginn og klækjakvendið Stellu Blómkvist sem birtist loks lesendum sínum í sjónvarpsþáttum haustið 2017.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 27 mínútur að lengd. Aníta Briem les.