Höfundar: Andri Snær Magnason, Alan Weisman

Saga mannsins er löng en margar aðrar lífverur hafa þó verið til mun lengur, að ekki sé minnst á sjálfa jörðina. Framan af lifðum við í sæmilegri sátt við heiminn en á tiltölulega skömmum tíma hefur þetta gjörbreyst; æ fleiri tegundir jurta og dýra eru í útrýmingarhættu, sífellt meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum og mengun frá iðnaði okkar og lífsháttum. En hvað er til ráða?

Í þessari einstöku bók veltir Alan Weismann fyrir sér hvað myndi gerast á jörðinni ef mannskepnan hyrfi en allt annað yrði kyrr á sínum stað. Hvað yrði um öll mannvirkin okkar og eiturefnin sem við höfum búið til? Hvernig myndi dýrum og gróðri farnast í mannalausri veröld? Höfum við unnið óbætanlegan skaða á lofti, hafi og jörð eða er heiminum viðbjargandi?

Mannlaus veröld er athyglisverð og sláandi hugvekja um áhrif mannsins á umhverfið sitt – og hvað heimurinn gæti grætt á að losna við okkur!

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason ritar formála bókarinnar en þýðandi hennar er Ísak Harðarson. Bókin sat í 26 vikur samfleytt á metsölulista New York Times og var valin besta fræðirit ársins 2007 af Time Magazine.

1550

Mannlaus veröld

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 27mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

1.550 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik