Í Málverkinu spinnur Ólafur Jóhann Ólafsson saman örlagasögur Alice og eiginmanns hennar og Kristínar og meistarans sem hún vann hjá. Átökin eru hörð í stríði milli þjóða, stríði milli einstaklinga og í því stríði sem einstaklingurinn heyr í eigin brjósti.
Ólafur Jóhann Ólafsson fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína, sagnasafnið Aldingarðinn (2006), og ein sagan, Apríl, hlaut O. Henry-verðlaunin í Bandaríkjunum árið 2008. Bækur hans hafa verið gefnar út á um tuttugu tungumálum og skáldsögurnar Höll minninganna og Slóð fiðrildanna voru báðar tilnefndar til IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunanna.
Málverkið er áttunda skáldsaga hans og sú áhrifamesta.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.