Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðbergur Bergsson

Ritið  Öll dagsins glóð geymir úrval ljóða frá 1900-2008 eftir á fimmta tug fremstu skálda Portúgala í snilldarþýðingu Guðbergs Bergssonar. Guðbergur gerir grein fyrir hverju skáldi og fjallar jafnframt ítarlega um portúgalska ljóðlist og menningarumræðu í bókinni.

Úr verður einstakt verk, byggt á skáldlegu næmi Guðbergs og yfirburðaþekkingu hans á þeim þáttum er mótaða hafa portúgalskt samfélag jafnt sem ljóðskáld á undanförnum árum. Bók þessi, Öll dagsins glóð, er á sinn hátt systurrit bókarinnar Hið eilífa þroskar djúpin sín, sem kom út hjá Forlaginu árið 1992 en þar er að finna þýðingar Guðbergs á ljóðum spænskra skálda.

Bókin var tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2009.


*****

„Þessi bók er mikill kjörgripur. Úrval óaðfinnanlegra þýðinga Guðbergs Bergssonar á ljóðum fremstu skálda Portúgala á tímabili sem spannar á aðra öld… Full ástæða er til að hvetja alla ljóðaunnendur, núverandi og verðandi, að lesa þessa bók í þaula, tileinka sér veröld hennar og skáldskap af yfirvegaðri gjörhygli, út í ystu æsar. Þetta er unaðslegur lestur spjaldanna á milli. Frábær bók.“
Sigurður Hróarsson /