Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Dav Pilkey

Í síðustu bók voru vinirnir Georg og Haraldur á leið í fangelsi til ævilangrar refsivistar. Málin gætu því varla versnað ? eða hvað? Þá birtist tryllti tímaferðalangurinn Tappi Teygjubrók til að gera þeim lífið enn leiðara. Strákarnir taka það til bragðs að ferðast aftur í tímann til áhyggjulausu daganna þegar þeir voru í fyrsta bekk.

Þá var það versta sem þeir þurftu að fást við ekki brjálaður vísindamaður eða eldhúskerlingar utan úr geimnum heldur hrekkjusvín í sjötta bekk, frændi Kára skólastjóra. Og af því að Georg og Haraldur búa Kaftein Ofurbrók ekki til fyrr en í fjórða bekk eru góð ráð dýr. Munu klókindi fyrstubekkinganna duga gegn hrekkjusvíninu!?

Frábært flettibíó fylgir bókinni! Með nýjustu myndasögutækni getið þið gert myndirnar sprelllifandi!

Bjarni Guðmarsson þýddi.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun