Varan sem þú keyptir var ekki til - Hver eru næstu skref?

Fæ ég endurgreitt?

Þú færð inneign fyrir vörunni innan skamms. Við vinnum að því með Borgun að byrja að rukka eftir að pöntun hefur verið tínd, svo eingöngu sé rukkað fyrir þær vörur sem voru í raun til og vonumst til þess að sú vinna klárist fljótlega.

Get ég fengið aðra vöru í staðinn með í sömu sendingu?

Venjulega er sá valmöguleiki í boði að gera aðra pöntun og fá senda á sama tíma. Á meðan samkomubann er í gildi og álag á verslunum margfalt á við venjulega daga getum við því miður ekki boðið upp á þennan valmöguleika lengur og biðjumst afsökunar á því. 

Afhverju getið þið ekki komið í veg fyrir þetta?

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta og erum meðal annars með beina tengingu við birgðirnar í versluninni. Hins vegar er ómögulegt að vita hvað er í körfunum hjá þeim viðskiptavinum sem eru að versla í augnablikinu og því getur þetta komið upp. Aukið álag á verslanir á tímum Covid-19 hefur því miður aukið vöruvöntun í verslunum almennt og oft er það svo að þegar líður á daginn eru hillur orðnar ansi tómar. 

Hvernig nota ég inneignina?

Næst þegar þú pantar kemur inneign upp sem valmöguleiki við greiðslu, þú getur borgað með bæði inneign og öðrum greiðslumáta ef þú ert að panta fyrir meira en inneignarupphæðina.

Hvernig get ég séð inneignina?

Inni á Mínum síðum er hægt að sjá stöðu inneignar. 

Get ég fengið endurgreitt inn á kreditkort eða banka

Þegar inneign hefur verið gefin fyrir vörunni er því miður ekki hægt að endurgreiða hana inn á kortið þitt en ef þú sendir okkur örstuttan póst með bankaupplýsingum og kennitölu á [email protected] getum við endugreitt inn á banka. Við gefum okkur 2 virka daga til að verða við slíkum beiðnum. 

Ég er með aðra spurningu, eða tillögu um hvað má gera betur.

Við viljum endilega heyra í þér. Endilega sendu okkur póst á [email protected].